Ágæta flugáhugafólk,
Flugskóli Vélflugdeildar Svifflugfélags Íslands mun standa fyrir bóklegu upprifjunarnámsskeiði fyrir einkaflugmenn sem eru með útrunnin skírteini dagana 24 og 25 apríl næstkomandi. Ef þú hefur einhverntímann haft einkaflugmannsskírteini sem þig langar til að koma í gildi aftur, þá gæti þetta verið tækifærið.
Námsskeið þetta er einnig opið fólki með gild skírteini og er þá eingöngu til upprifjunar og skemmtunnar!
Námsskeiðið hefst á föstudagskvöldið 24. apríl klukkan 19:00 og er kennt fram eftir kvöldi. Laugardaginn 25. apríl verður byrjað klukkan 10:00 og kennt fram eftir degi, samtals verða kenndar um 10 klukkustundir þessa tvo daga og komið inn á öll grunnfög einkaflugnámsins. Kennarar verða Orri Eiríksson og Sigurjón Valsson.
Námsskeiðið kostar 15.000 kr.
Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá Sigurjóni í síma 858 4286 eða á e-mail sigurjon2011@gmail.com
|