Aðalfundur Flugklúbbs Mosfellsbæjar (FKM) var haldinn laugardaginn 18. Mars sl. Mjög góð mæting var á fundinn í ár, en 28 félagar voru mættir að þessu sinni.

Formaður FKM Sigurjón Valsson fór yfir starfsemi ársins og gjaldkeri FKM Hjörtur Þór Hauksson kynnti reikninga klúbbsins, sem voru síðan samþykktir af fundarmönnum. Hafsteinn Jónasson fór yfir starfsár flugvélarinnar TF-RJC og greindi frá rekstri hennar. Sigurjón Valsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs en Bára Einarsdóttir gaf kost á sér til formanns FKM og var hún kjörinn einróma af fundinum.
Tveir stjórnarmenn þeir Hjörtur Þór Hauksson og Hafstein Jónasson stóðu til endurkjörs, Hjörtur gaf kost á sér til áframhaldandi stjórnasetu en Hafsteinn ekki. Sigurjón Valsson gaf kost á sér í stjórn, og var hann kjörinn einróma.

Tveir varamenn í stjórn stóðu til endurkjörs, þeir Einar Páll Einarsson og Ómar Bjarnason. Þeir gáfu báðir kost á sér til endurkjörs og voru kjörnir einróma.

Fáfarandi stjórn FKM vill nota tækifærið og þakka Sigurjóni Valssyni fyrir frábært og óeigingjarnt starf í þágu FKM sem formaður. Og einnig bjóða Báru Einarsdóttur hjartanlega velkomna í hópinn og velkomna sem formann FKM.

Samþykkt var að halda árgjöldum óbreyttum.
Að fundi loknum gæddu fundarmenn sér á dýrindis veitingum og skoluðu þeim niður með eðal kaffi í boði FKM.

Ný stjórn FKM er nú skipuð sem hér segir:

Formaður Bára Einarsdóttir
Gjaldkeri Hjörtur þór Hauksson
Meðstjórnandi    Halldór Jónsson
Meðstjórnandi Sigurjón Valsson
Varamaður Einar Páll Einarsson
Varamaður Ómar Bjarnason