WW2016Nú styttist í hinn árlega viðburð okkar hjá FKM sem er Wings'n Wheels og verður haldin laugardaginn 27. ágúst. Wings'n Wheels hefur þá sérstöðu að vera samsýning flugvéla, bíla og Ferguson dráttarvéla þannig að hér er eitthvað fyrir alla.

Þetta er án efa stærsti viðburður okkar félagsmanna á árinu og hefur notið vaxandi vinsælda hjá almenningi, flugáhugafólki, dráttarvélaunnendum og bíladellufólki. Metnaður klúbbsins fyrir sýningunni þetta árið verður engu minni en áður. Finna má nánari upplýsingar um dagskránna á Facebook síðu viðburðarins, eða með því að smella hér.

Búið er að senda fréttabréf á félagsmenn og óska eftir sjálfboðaliðum við sýninguna og vonumst við eftir góðum viðbrögðum.

 

Flugkveðja,

Stjórn FKM