Aðalfundur FKM var haldinn kl. 10:00 þann 16. mars 2019 og voru 28 félagar mættir auk umboða sem stjórnin hafði frá stjórnarmönnum sem ekki gátu mætt. Fundurinn fór fram samkvæmt hefðbundinni dagskrá og lauk kl. 11:30.

Stjórnin var endurkjörinn og heldur því áfram óbreytt næsta starfsárið. Lagabreytingar voru lagðar fyrir fundinn og samþykktar einróma, farið yfir reikninga FKM og BIMS ehf og tilurð BIMS útskýrð fyrir félagsmönnum. Undir liðnum önnur mál voru kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir vegna endurnýjunar og stækkunar á skýli 3 sem hefur í för með sér stækkun og endurbætur á klúbbhúsinu í leiðinni. Fundargerð fundarins má finna í heild sinni með því að smella hér.  

Einnig var rætt um að vera með fræðslufund í maí, þar sem farið verður yfir helstu öryggis og umferðarmál á Tungubökkum auk þess sem kynnt verður nýtt útlit á bókunarsíðu klúbbvélarinnar (goboko), en sú síða hefur fengið algerlega nýtt útlit auk þess sem ýmislegt nýtt er þar að finna.

 20190316 100322  20190316 100559