Aðalfundur FKM 2017

Aðalfundur Flugklúbbs Mosfellsbæjar (FKM) var haldinn laugardaginn 18. Mars sl. Mjög góð mæting var á fundinn í ár, en 28 félagar voru mættir að þessu sinni.

Formaður FKM Sigurjón Valsson fór yfir starfsemi ársins og gjaldkeri FKM Hjörtur Þór Hauksson kynnti reikninga klúbbsins, sem voru síðan samþykktir af fundarmönnum. Hafsteinn Jónasson fór yfir starfsár flugvélarinnar TF-RJC og greindi frá rekstri hennar. Sigurjón Valsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs en Bára Einarsdóttir gaf kost á sér til formanns FKM og var hún kjörinn einróma af fundinum.
Tveir stjórnarmenn þeir Hjörtur Þór Hauksson og Hafstein Jónasson stóðu til endurkjörs, Hjörtur gaf kost á sér til áframhaldandi stjórnasetu en Hafsteinn ekki. Sigurjón Valsson gaf kost á sér í stjórn, og var hann kjörinn einróma.

Tveir varamenn í stjórn stóðu til endurkjörs, þeir Einar Páll Einarsson og Ómar Bjarnason. Þeir gáfu báðir kost á sér til endurkjörs og voru kjörnir einróma.

Fáfarandi stjórn FKM vill nota tækifærið og þakka Sigurjóni Valssyni fyrir frábært og óeigingjarnt starf í þágu FKM sem formaður. Og einnig bjóða Báru Einarsdóttur hjartanlega velkomna í hópinn og velkomna sem formann FKM.

Samþykkt var að halda árgjöldum óbreyttum.
Að fundi loknum gæddu fundarmenn sér á dýrindis veitingum og skoluðu þeim niður með eðal kaffi í boði FKM.

Ný stjórn FKM er nú skipuð sem hér segir:

Formaður Bára Einarsdóttir
Gjaldkeri Hjörtur þór Hauksson
Meðstjórnandi    Halldór Jónsson
Meðstjórnandi Sigurjón Valsson
Varamaður Einar Páll Einarsson
Varamaður Ómar Bjarnason

Wings'n Wheels 2016

WW2016Nú styttist í hinn árlega viðburð okkar hjá FKM sem er Wings'n Wheels og verður haldin laugardaginn 27. ágúst. Wings'n Wheels hefur þá sérstöðu að vera samsýning flugvéla, bíla og Ferguson dráttarvéla þannig að hér er eitthvað fyrir alla.

Þetta er án efa stærsti viðburður okkar félagsmanna á árinu og hefur notið vaxandi vinsælda hjá almenningi, flugáhugafólki, dráttarvélaunnendum og bíladellufólki. Metnaður klúbbsins fyrir sýningunni þetta árið verður engu minni en áður. Finna má nánari upplýsingar um dagskránna á Facebook síðu viðburðarins, eða með því að smella hér.

Búið er að senda fréttabréf á félagsmenn og óska eftir sjálfboðaliðum við sýninguna og vonumst við eftir góðum viðbrögðum.

 

Flugkveðja,

Stjórn FKM

Breytingar á tilhögun sjónflugs í nágrenni Rvk.

13323823 633368640144126 8485442931544394055 o1. júní 2016 tók í gildi breyting á tilhögun sjónflugs í nágrenni BIRK og Austursvæðis. 

Tíðni austursvæðis er nú sú sama og á Sandskeiði, 119.9MHz. Sérstök athygli er vakin á hæð umferðarhrings á BIMS, sem hér eftir verður 700 fet MSL/AGL. 

Endilega smellið hér til að komast inn á síðu Samgöngustöfu og kynnið ykkar þær breytingar sem hafa átt sér stað. Það er gert með því að smella síðan á tengil undir fyrirsögninni á forsíðu Samgöngustofu og þá opnast glærukynning í PowerPoint.