- Nánar
- Skoðað: 106
Hátíðin Flug&Fákar verður haldin þann 28 júlí á Egilsstaðaflugvelli. Þetta er í annað skiptið sem hátíðin er haldin en mjög vel tókst til þegar fyrsta hátíðin var haldin árið 2022. Gefum skipuleggendum orðið:
Í stuttu máli; ótrúlegur dagur sem við erum óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að njóta með ykkur.
Það eru fáir staðir á landinu með jafnríka græjumenningu og við hér á Austurlandi, sást það greinilega á því hve ótrúlega margir sóttu hátíðina 2022 heim, sem gerði hana að stæstu bæjarhátíð ársins, þó frumraun væri.
VRÚMM, VRÚMM!
- Nánar
- Skoðað: 119
Wings and wheels hátíðin hefur undanfarin fjöldamörg ár verið haldin á flugvellinum á Tungubökkum í tengslum við bæjarhátíðina í Mosfellsbæ, "Í túninu heima". Undanfarin ár hefur hátíðin verið samstarfsverkefni Flugklúbbs Mosfellsbæjar, Ferguson félagsins og fornbílaklúbbsins.
Í ár verður hátíðin haldin þann 31. ágúst milli klukkan 12 og 17 en síðasta dagskráratriðið er karamellukast fyrir börnin sem verður klukkan 16:30 stundvíslega.
Hátíðin er mjög umfangsmikil og krefst margra sjálfboðaliða við umferðarstjórnun, sölu og bakstur í sjoppunni okkar ásamt öryggisvörslu við flugvöllinn. Ef þú hefur tök á að bjóða fram krafta þína sem sjálfboðaliði þann 31. ágúst, þá endilega hafðu samband á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
- Skoðað: 156
Fyrri hluti lendingarkeppni FKM fór fram í blíðskaparveðri á flugvellinum á Tungubökkum fyrr í dag. Nokkur fjöldi fólks mætti á staðinn til að fylgjast með keppninni og boðið var upp á kaffi, nýbakaðar vöfflur og kökur í klúbbhúsinu.
Samtals voru 11 keppendur og var keppnin gríðarlega skemmtileg. Hérna fyrir neðan má sjá hvernig lendingar voru framkvæmdar:
1. Lending - Frjáls aðferð.
2. Lending - Lending án afls. Afl dregið niður í hægagang þvert af marki
3. Lending - Lending án afl og án flapa
4. Lending - lent yfir 2 metra háa línu 50 metra frá markinu.