Kæru félagar
Nú er ný sumardagskrá komin inn og fyrsti fimmtudagshittingur áætlaður 28. apríl. Við hlökkum til að eiga góðar stundir í sumar og vonumst eftir góðri þátttöku í sumarstarfinu. Við viljum líka benda öðrum flugáhugamönnum á að þeir eru velkomnir að fljúga inn og fá kaffibolla hjá okkur á fimmtudagskvöldum.
Sumarkveðja frá stjórn