Aðalfundur FKM var haldinn í klúbbhúsinu fimmtudaginn 31.03.22 kl. 19:00. Farið var í gegnum hefðbundna dagskrá þar sem formaður las upp skýrsla síðasta árs, reikningar voru lagðir fram til samþykktar og kosið í stórn.

Að þessu sinni voru tveir félagar sem gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Valdimar Einarsson sem verið hefur í stjórn til fjölda ára og ritað fundargerðir af mikilli alúð, ákvað að snúa sér að nýjum verkefnum og Guðmundur Guðjónsson sem séð hefur um klúbbvélina RJC síðustu 3 árin ákvað einnig að snúa sér að öðru. Þeirra í stað voru kosin þau Daníel Pétur Finnson og Telma Rut Frímansdóttir til næstu tveggja ára og bjóðum við þau velkomin í stjórn.

Önnur mál voru ekki á dagskrá fundarins að þessu sinni.

Í gærkvöldi fór fram seinni hluti hinnar árlegu lendingakeppni FKM og kepptu 10 keppendur eins og í fyrri keppninni. Veður var gott en smá vindur í lofti til að byrja með en lægði svo þegar líða tók á kvöldið, eins og svo oft vill til á Tungubökkum. Ánæglulegt var að sjá hversu margir lögðu leið sína til okkar til að fylgjast með.

Keppnisfyrirkomulag var hefðbundið ef svo má segja, þ.e. 4 lendingar með mismunandi aðferð.

1. Frjáls aðferð (allt leyfilegt)

2. Enginn mótor, má nota flapa

3. Enginn mótir, engir flapar

4. Frjáls aðferð yfir hindrun (allt leyfilegt)

 

Úrslit úr báðum keppnum eru samkvæmt eftirfarandi, en sá sem er hlutskarpastur (fæst refsistig) í báðum keppnum samanlagt, fær síðan afhentan nýjan farandbikar (Tynes-bikarinn) sem afhentur verður á haustfagnaði klúbbsins síðar.

 

Lendingakeppni 2021

Fyrri hluti lendingakeppni FKM fór fram fimmtudaginn 25. júní eftir 2 frestanir vegna veðurs. Alls tóku 12 keppendur þátt að þessu sinni. Að þessu sinni er keppt um nýjan farandbikar sem fengið hefur nafnið Tynes-bikarinn. Til þess að fá nafn sitt skráð á þennan bikar þarf að taka þátt í báðum keppnum og fá lægsta skor samanlagt úr báðum keppnum. Úrslit fyrri hluta keppninnar eru þessi:

Lendingakppni 2020 fyrri hluti