Lendingakeppni 2020 (fyrri hluti)

Fyrri hluti lendingakeppni FKM fór fram fimmtudaginn 25. júní eftir 2 frestanir vegna veðurs. Alls tóku 12 keppendur þátt að þessu sinni. Að þessu sinni er keppt um nýjan farandbikar sem fengið hefur nafnið Tynes-bikarinn. Til þess að fá nafn sitt skráð á þennan bikar þarf að taka þátt í báðum keppnum og fá lægsta skor samanlagt úr báðum keppnum. Úrslit fyrri hluta keppninnar eru þessi:

Lendingakppni 2020 fyrri hluti

Aðalfundur FKM 2019

Aðalfundur FKM var haldinn kl. 10:00 þann 16. mars 2019 og voru 28 félagar mættir auk umboða sem stjórnin hafði frá stjórnarmönnum sem ekki gátu mætt. Fundurinn fór fram samkvæmt hefðbundinni dagskrá og lauk kl. 11:30.

Stjórnin var endurkjörinn og heldur því áfram óbreytt næsta starfsárið. Lagabreytingar voru lagðar fyrir fundinn og samþykktar einróma, farið yfir reikninga FKM og BIMS ehf og tilurð BIMS útskýrð fyrir félagsmönnum. Undir liðnum önnur mál voru kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir vegna endurnýjunar og stækkunar á skýli 3 sem hefur í för með sér stækkun og endurbætur á klúbbhúsinu í leiðinni. Fundargerð fundarins má finna í heild sinni með því að smella hér.  

Einnig var rætt um að vera með fræðslufund í maí, þar sem farið verður yfir helstu öryggis og umferðarmál á Tungubökkum auk þess sem kynnt verður nýtt útlit á bókunarsíðu klúbbvélarinnar (goboko), en sú síða hefur fengið algerlega nýtt útlit auk þess sem ýmislegt nýtt er þar að finna.

 20190316 100322  20190316 100559

 

Wings´n Wheels 2018

Wings´n Wheels hátíðin á Tungubökkum er árviss viðburður hjá Flugklúbbi Mosfellsbæjar og hefur aðsókn farið stigvaxandi með hverju ári. Að þessu sinni má með sanni segja að aðsókn hafi farið fram úr öllum spám. Gestir sýningarinnar skiptu þúsundum enda var veður sérlega gott og mikið af fallegum munum til sýnis sem áhugasamir fornbílaunnendur, dráttarvélaunnendur og flugvélaunnendur gátu borið augum.  Þristurinn (Páll Sveinsson) leit við og flaug yfir völlin nokkrar ferðir, Rússneskar Yak vélar sýndu listflug og karmellukastið fræga var á sínum stað svo eitthvað sé nefnt. Það er skemmtilegt frá að segja að forsetinn okkar Guðni Th Jóhannesson sá ástæðu til að heimsækja okkur að þessu sinni og skellti sér í flugtúr. Hér fylgja örfáar myndir frá hátíðinni. 

IMG 2375 IMG 2379
IMG 2397 IMG 2382
IMG 2407 IMG 2384