Árgjaldið FKM er svo 30.000 krónur og er innheimt í tvennu lagi, 15.000 kr. á vorin og 15.000 kr. á haustin. Árgjald FKM er endurskoðað árlega á aðalfundi félagsins.
Félagar sem gengið hafa úr klúbbnum, en óska eftir að ganga inn í hann á ný, greiða tvö árgjöld, eða 60.000.
Athugið að með inngöngu í FKM eru menn ekki að kaupa hlut í klúbbnum heldur að gerast félagsmenn.
Þar af leiðandi er ekki hægt að selja öðrum aðild sína að FKM.
Meðlimir greiða kr. 20.000 fyrir per tacho-tíma á vélina. Innifalið í því verði eru öll gjöld s.s. tryggingar, bensín og skoðanir.