Villt þú gerast meðlimur í Flugklúbbi Mosfellsbæjar? Hér má finna hagnýtar upplýsingar og leiðbeiningar um það sem þú þarft að gera til að verða félagi í FKM. Félagar í FKM hafa aðgang að klúbbflugvél FKM hafi þeir undirgengist tékk á vélina frá klúbbnum og hafi gild réttindi og lágmarksflugtíma og reynslu skv. reglum klúbbsins.

Leiðbeiningar:
Til að gerast meðlimur í FKM þarftu að greiða inntökugjald sem er kr 120.000. Þegar lagt hefur verið inn á reikning félagsins þá ertu orðin(n) skráður meðlimur. Mikilvægt er að leggja inn af netbanka þínum eða láta gjaldkera í banka skrá kennitölu greiðanda. Kennitala greiðanda og 120.000 króna innlögn er sem sagt nægilegt til að skrá sig í klúbbinn. Við þurfum eftirfarandi upplýsingar um þig:

Nafn og kennitölu

Heimilisfang

Síma og netfang 

Árgjaldið FKM er svo 30.000 krónur og er innheimt í tvennu lagi, 15.000 kr. á vorin og 15.000 kr. á haustin. Árgjald FKM er endurskoðað árlega á aðalfundi félagsins.

Kennitala Flugklúbbs Mosfellsbæjar: 561085-0139. 
Reikningsnúmer 315-26-4771
Látið senda kvittun á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
Félagar sem gengið hafa úr klúbbnum, en óska eftir að ganga inn í hann á ný, greiða tvö árgjöld, eða 60.000.
Athugið að með inngöngu í FKM eru menn ekki að kaupa hlut í klúbbnum heldur að gerast félagsmenn.
Þar af leiðandi er ekki hægt að selja öðrum aðild sína að FKM.

Meðlimir greiða kr. 26.000 fyrir per tacho-tíma á vélina. Innifalið í því verði eru öll gjöld s.s. tryggingar, bensín og skoðanir.