Flugklúbbur Mosfellsbæjar á eina flugvél sem meðlimir klúbbsins hafa afnot af á kostnaðarverði. Flugvél FKM er TF-RJC sem er af gerðinni Piper PA-28-181 Cherokee Archer II. Hún er árgerð 1979 og er í mjög góðu ásigkomulagi. Í flugvélinni er 180 hestafla 4 strokka Lycoming O360 mótor.
Meðlimir mega fljúga vélini eftir að hafa undirgengist "tékk" á flugvélina. Meðlimir greiða kr. 26.000 fyrir per tacho-tíma. Innifalið í því verði eru öll gjöld s.s. tryggingar, bensín og skoðanir.
Umsjón með klúbbvél er í höndum Sigurjóns Valssonar, S: 858-4286 (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).
Aðrar flugvélar sem FKM hefur átt í gegnum árin:
TF-GMG - Cessna 170B (varð síðar TF-OMG í eigu Vængja ehf)
TF-MOS - Cessna 170B (varð síðar TF-TOM í eigu Júlíusar Þórólfssonar)
TF-TWA - (síðar TF-MOS) - Champion Citabria (er í uppgerð á Reykjavíkursvæðinu)
TF-FKM - Piper Super Cub (varð síðar TF-ABJ í eigu Arngríms Jóhannssonar)
TF-GEV - J3 Piper Cub (síðar TF-CUP og er nú í eigu Gísla Sigurjónssonar)
Myndir: Baldur Sveinsson