Við erum sífellt að reyna að bæta síðuna okkar til að félagsmenn geti haft sem mest gagn af henni. Nú eru tvær viðbætur komnar inn sem vert er að vekja athygli á.

Facebook tenging.

Nú er komin Facebook tenging á heimasíðuna okkar þar sem hægt er að deila fréttum af síðunni beint inn á Facebook eða gera "like" á frétt.

Veðurstöðvar.

Lengst til hægri í valstikunni á forsíðunni er kominn nýr valkostur sem birtir upplýsingar um veðurstöðvar hjá öðrum klúbbum. Til að sjá veðurupplýsingar á þessum stöðum er nóg að spella á nafn staðarins. Ef einhverjir vita um aðrar stöðvar sem ættu heima þarna, þá endilega að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Þess má einnig geta að verið er að kanna kaup á nýrri veðurstöð fyrir FKM sem vonandi gæti orðið að veruleika á þessu sumri.