Wings´n Wheels hátíðin á Tungubökkum er árviss viðburður hjá Flugklúbbi Mosfellsbæjar og hefur aðsókn farið stigvaxandi með hverju ári. Að þessu sinni má með sanni segja að aðsókn hafi farið fram úr öllum spám. Gestir sýningarinnar skiptu þúsundum enda var veður sérlega gott og mikið af fallegum munum til sýnis sem áhugasamir fornbílaunnendur, dráttarvélaunnendur og flugvélaunnendur gátu borið augum. Þristurinn (Páll Sveinsson) leit við og flaug yfir völlin nokkrar ferðir, Rússneskar Yak vélar sýndu listflug og karmellukastið fræga var á sínum stað svo eitthvað sé nefnt. Það er skemmtilegt frá að segja að forsetinn okkar Guðni Th Jóhannesson sá ástæðu til að heimsækja okkur að þessu sinni og skellti sér í flugtúr. Hér fylgja örfáar myndir frá hátíðinni.