Aðalfundur FKM var haldinn í klúbbhúsinu fimmtudaginn 31.03.22 kl. 19:00. Farið var í gegnum hefðbundna dagskrá þar sem formaður las upp skýrsla síðasta árs, reikningar voru lagðir fram til samþykktar og kosið í stórn.

Að þessu sinni voru tveir félagar sem gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Valdimar Einarsson sem verið hefur í stjórn til fjölda ára og ritað fundargerðir af mikilli alúð, ákvað að snúa sér að nýjum verkefnum og Guðmundur Guðjónsson sem séð hefur um klúbbvélina RJC síðustu 3 árin ákvað einnig að snúa sér að öðru. Þeirra í stað voru kosin þau Daníel Pétur Finnson og Telma Rut Frímansdóttir til næstu tveggja ára og bjóðum við þau velkomin í stjórn.

Önnur mál voru ekki á dagskrá fundarins að þessu sinni.