Fyrri hluti lendingarkeppni FKM fór fram í blíðskaparveðri á flugvellinum á Tungubökkum fyrr í dag. Nokkur fjöldi fólks mætti á staðinn til að fylgjast með keppninni og boðið var upp á kaffi, nýbakaðar vöfflur og kökur í klúbbhúsinu.
Samtals voru 11 keppendur og var keppnin gríðarlega skemmtileg. Hérna fyrir neðan má sjá hvernig lendingar voru framkvæmdar:
1. Lending - Frjáls aðferð.
2. Lending - Lending án afls. Afl dregið niður í hægagang þvert af marki
3. Lending - Lending án afl og án flapa
4. Lending - lent yfir 2 metra háa línu 50 metra frá markinu.