Wings and wheels hátíðin hefur undanfarin fjöldamörg ár verið haldin á flugvellinum á Tungubökkum í tengslum við bæjarhátíðina í Mosfellsbæ, "Í túninu heima".  Undanfarin ár hefur hátíðin verið samstarfsverkefni Flugklúbbs Mosfellsbæjar, Ferguson félagsins og fornbílaklúbbsins.  

Í ár verður hátíðin haldin þann 31. ágúst milli klukkan 12 og 17 en síðasta dagskráratriðið er karamellukast fyrir börnin sem verður klukkan 16:30 stundvíslega.

Hátíðin er mjög umfangsmikil og krefst margra sjálfboðaliða við umferðarstjórnun, sölu og bakstur í sjoppunni okkar ásamt öryggisvörslu við flugvöllinn.  Ef þú hefur tök á að bjóða fram krafta þína sem sjálfboðaliði þann 31. ágúst, þá endilega hafðu samband á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.