Information in English below | ||||||||||||||||||||||||
Um flugvélina TF-GMG: Flugvélinn TF-GMG var smíðuð árið 1955, og skráð í Bandaríkjunum sem N-43718. Ekkert er vitað um veru hennar í Bandaríkjunum. Hún var keypt til Íslands árið 1996 af Gunnari Arthurssyni, Marvin Friðrikssyni og Garðari Gíslasyni (GMG!). Þeir skráðu hana fyrst á Íslandi þann 5 júlí 2004. Í júní mánuði árið 2009 keypti Flugklúbbur Mosfellsbæjar vélina, og var hún klúbbvél FKM þar til í mars 2012. |
||||||||||||||||||||||||
Almennur fróðleikur um Cessna 170 flugvélar: Þegar Cessna hafði verið með C-140 á markaði í nokkurn tíma og sá að markaður var fyrir hendi, var ákveðið að smíða fjögurra sæta útgáfu af henni. Cessna C-170 kom á markaðinn árið 1948 og var smíðuð á sama hátt og C-140, nema hvað hún var tölvert stærri á alla kanta og með stærri hreyfil. Upphaflega C-170 var með málm skrokk og dúkklædda vængi með tvöföldum vængstífum, rétt eins og C-140. Árið 1949 var vængnum breytt í málmklæddan væng með einni vængstífu, rétt eins og gert var á C-140 á sama tíma. Við þessa breytingu varð til C-170A Árið 1950 kom Cessna fram með nýja hönnun sem kölluð var Cessna Model 305. Þetta var flugvél sem hönnuð var í samvinnu við flugherinn til nota sem fljúgandi stjórnstöð yfir vígvelli. Cessna Model 305 var mikið endurhönnuð C-170, en notað sömu vængi og stél með nýrri skrokkmiðju. Á Model 305 voru líka settir nýjir flapar á vélina, sem voru mun stærri en þeir sem fyrir voru og voru þessir nýju flapar af Fowler gerð. Þessi gerð vélarinnar fékk hernaðarskammstöfunina L-19 og seinna O-1 Bird Dog. Þessar vélar urðu síðar mjög frægar í Víetnamstríðinu. |
||||||||||||||||||||||||
Information in English: | ||||||||||||||||||||||||
The history of TF-GMG: TF-GMG was produced in 1955 and registered N-43718, but at present we know nothing of it´s time in the U.S. The aircraft was imported to Iceland in 1996 by Messrs. Gunnar Athursson, Marvin Friðriksson and Garðar Gíslason (hence the reg. GMG!). TF-GMG was placed on the Icelandic register on the 5th of July 2004. In June 2009 the aircraft is bought by Flugklúbbur Mosfellsbæjar, and the aircraft was the club aircraft until March 2012. |
||||||||||||||||||||||||
A brief history of Cessna 170 aircraft: When the previous Cessna C-140 had been on the market for some time, and the company could see there was a market for it, they introduced the C-170 as a kind of four seat version of the earlier aircraft. The two aircraft share the same general appearance though the C-170 is by necessity quite a lot bigger. The Cessna C-170 that was introduced in 1948 was built just the same way as it´s earlier sibling, i.e. metal clad fuselage with a fabric covered wing supported by a V strut. The first change to the basic design came in 1949, when the wing was changed to a metal clad one with a single wing strut on each side. With this change came a change in designation to C-170A. In 1950, Cessna introduced a new product that had been developed for the Air Force as a Forward Air Control and reconnaissance aircraft. This was called the Model 305 by Cessna and was highly modified C-170. The wings of the C-170 were used but with a now Fowler type flap system and the tail of the C-170 was used as well married to a new fuselage center section. The Model 305 got the Air Force designator L-19 which was later changed to O-1 Bird Dog and went on to win fame in the Vietnam war. |
||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||
Smellið á myndina hér fyrir neðan til að skoða fleiri myndir af flugvélinni TF-GMG |