• Vetrarflug

    Snjór og kuldi

    kemur ekki í veg fyrir að klúbbmeðlimir flögri um að vetrarlagi.

    Lesa meira
  • Wings and wheels

    Einu sinni á ári

    Skemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna á gömlum bílum og flugvélum.

    Lesa meira
  • Lendingakeppnir

    Landsfræg keppni

    Klúbburinn stendur fyrir ýmsum keppnum á hverju ári, þar á meðal hinni vinsælu lendingakeppni.

    Lesa meira
  • 1
  • 2
  • 3

Velkomin á heimasíðu Flugklúbbs Mosfellsbæjar - www.fkm.is

Flugklúbbur Mosfellsbæjar hefur aðsetur á Tungubakkaflugvelli við Leirvog í Mosfellsbæ. Þar eru um 20 flugvélar, 7 flugskýli ásamt klúbbhúsi félagsmanna.

Þytsvélar

TF-KAJ – Piper PA-18 Super Cub „Jón H. Júlíusson“
TF-KAJ var smíðuð árið 1975 og var skráð á Íslandi 25. júli 1991. Áður en vélin kom til Íslands var hún skráð í Bandaríkjunum, en ekkert er vitað um sögu hennar þar á þessari stundu. Frá því að hún var skráð hefur vélin verið eign Flugklúbbsins Þyts.
TF-KAO – Piper J-3C-65 Cub „Gulli P“
Sú flugvél sem núna er TF-KAO var framleidd árið 1946. Hún var skráð í Bandaríkjunum sem NC-6507H sem bendir til þess að hún hafi hugsanlega verið notuð við flugkennslu þar sem á þessum tíma var C notað í skráningu á atvinnuflugvélum. Síðar er vélin skráð sem N-6507H. Nánar er ekki vitað um sögu hennar í Bandaríkjunum á þessari stundu. Vélin er fyrst skráð á Íslandi þann 6. október 1981 sem TF-GUL, eign Björns Jenssonar og Ágústar Karlssonar. Árið 1987 kaupir nýstofnaður flugklúbbur, Flugklúbburinn Þytur, vélina og var þetta fyrsta flugvél klúbbsins. Síðan þá hefur vélin verið eign Flugklúbbsins Þyts. Vélin er venjulega staðsett á flugvellinum á Tungubökkum.
TF-KAH – Cessna 180 „Ragnar Kvaran“
TF-KAH var smíðuð árið 1955 og var fyrst skráð á Íslandi 27. apríl 1990 sem eign flugklúbbsins Þyts. Ferð vélarinnar til Íslands er sennilega einstök, þar sem henni var flogið um borð í Boeing 747 frá Cargolux flugfélaginu frá Bandaríkjunum til Luxemborgar og flogið þaðan til Íslands. Síðan vélin kom til Íslands, hefur hún alla tíð verið í eigu Flugklúbbsins Þyts.
TF-KAF – Cessna 170B „Blær“
Flugvélinn TF-KAF var smíðuð árið 1952. Ekkert er á þessari stundu vitað um veru hennar í Bandaríkjunum. Hún er fyrst skráð á Íslandi þann 30. Júlí 1992 og hefur verið eign Flugklúbbsins Þyts síðan.
TF-SPA – Piper Cherokee PA-28-151
Spáin er eina nefhjólsvél félagsins en hún er góð ferðavél. Vélin var keypt af Orra Eiríkssyni 2013.