Í gærkvöldi fór fram seinni hluti hinnar árlegu lendingakeppni FKM og kepptu 10 keppendur eins og í fyrri keppninni. Veður var gott en smá vindur í lofti til að byrja með en lægði svo þegar líða tók á kvöldið, eins og svo oft vill til á Tungubökkum. Ánæglulegt var að sjá hversu margir lögðu leið sína til okkar til að fylgjast með.

Keppnisfyrirkomulag var hefðbundið ef svo má segja, þ.e. 4 lendingar með mismunandi aðferð.

1. Frjáls aðferð (allt leyfilegt)

2. Enginn mótor, má nota flapa

3. Enginn mótir, engir flapar

4. Frjáls aðferð yfir hindrun (allt leyfilegt)

 

Úrslit úr báðum keppnum eru samkvæmt eftirfarandi, en sá sem er hlutskarpastur (fæst refsistig) í báðum keppnum samanlagt, fær síðan afhentan nýjan farandbikar (Tynes-bikarinn) sem afhentur verður á haustfagnaði klúbbsins síðar.

 

Lendingakeppni 2021