- Nánar
- Skoðað: 3609
Við erum sífellt að reyna að bæta síðuna okkar til að félagsmenn geti haft sem mest gagn af henni. Nú eru tvær viðbætur komnar inn sem vert er að vekja athygli á.
Facebook tenging.
Nú er komin Facebook tenging á heimasíðuna okkar þar sem hægt er að deila fréttum af síðunni beint inn á Facebook eða gera "like" á frétt.
Veðurstöðvar.
Lengst til hægri í valstikunni á forsíðunni er kominn nýr valkostur sem birtir upplýsingar um veðurstöðvar hjá öðrum klúbbum. Til að sjá veðurupplýsingar á þessum stöðum er nóg að spella á nafn staðarins. Ef einhverjir vita um aðrar stöðvar sem ættu heima þarna, þá endilega að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Þess má einnig geta að verið er að kanna kaup á nýrri veðurstöð fyrir FKM sem vonandi gæti orðið að veruleika á þessu sumri.
- Nánar
- Skoðað: 3413
Kæru félagar
Nú er ný sumardagskrá komin inn og fyrsti fimmtudagshittingur áætlaður 28. apríl. Við hlökkum til að eiga góðar stundir í sumar og vonumst eftir góðri þátttöku í sumarstarfinu. Við viljum líka benda öðrum flugáhugamönnum á að þeir eru velkomnir að fljúga inn og fá kaffibolla hjá okkur á fimmtudagskvöldum.
Sumarkveðja frá stjórn
- Nánar
- Skoðað: 3368
Dagskrá sumarsins er nú tilbúinn. Hér fyrir neðan eru helstu dagskrárliðir sumarsins. Takið eftir að Fimmtudagskaffið hefst núna 30 apríl.
Fimmtudagskaffi hefst um klukkan 20:00 á Tungubökkum í allt sumar.
30.04 TF-PAC
07.05 TF-MRS
14.05 TF-PAA
21.05 TF-KAS
28.05 TF-KAF
04.06 Lendingarkeppni FKM
11.06 TF-LOA
18.06 TF-CUP
25.06 TF-MAD
02.07 TF-KLM
09.07 TF-KAK
16.07 TF-KAR
23.07 TF-FIM
30.07 TF-MBJ
06.08 TF-UFO (Listflugskeppni FKM)
13.08 TF-POU
20.08 TF-REF
27.08 TF-ULV
05.09 Lendingarkeppni FKM
Önnur dagskrá á Tungubökkum
16.05 Vorhátíð FKM (nánar auglýst síðar).
04.06 Lendingarkeppni FKM fyrri hluti
17.06 Þjóðhátíðarkaffi á Tungubökkum
25-26.07 Warbirds Fly-in módel dagur á Tungubökkum
15-16.08 Risamódel Fly-in
29.08 Wings and Wheels Tungubökkum
05.09 Lendingarkeppni FKM seinni hlutir.